UPPRUNI TAROTSPILANNA

Tarotspilin geyma hulinn leyndardóm. Margir hafa reynt ađ leysa ráđgátuna um uppruna spilanna og margar kenningar eru á lofti. Sumir frćđimenn telja ađ ţau eigi rćtur ađ rekja m.a. til Indlands eđa Kína, og ađrir til Egyptalands.

Hefđbundin Tarotspil eru 78 og hafa ýmis tákn. Spilin skiptast í 22 háspil (Major Arcana) og 56 lágspil (Minor Arcana). Ekki er ósennilegt ađ uppbygging og tákn spilanna komi frá fleiri en einu menningarsvćđi. Algengasta kenning međal frćđimanna er sú ađ spilin hafi veriđ hönnuđ á Ítalíu á 14. öld ţegar ađ myndir úr alfrćđimyndabók voru prentađar á númeruđ spil ađ spćnskri fyrirmynd.

Tákn háspilanna fela í sér visku og speki enda hafa ţau veriđ kennd viđ launhelgisiđi sem tíđkuđust í Egyptalandi til forna. Sumir álíta ađ tákn ţeirra hafi ađ geyma gođsögnina um dauđa og upprisu Osiris.

Lágspilin skiptast í fjóra flokka sem samsvara venjulegum spilum ađ hluta: ţau hafa ás og hirđspil, en eru 14 talsins í hverjum flokki:

1. Bikar (eđa kaleikur) samsvarar hjarta.
2. Vöndur (eđa töfrasproti) samsvarar tígli.
3. Sverđ samsvarar spađa.
4. Fimmarma stjarna innan í hring samsvarar laufi.


Ţessi fjögur tákn tarotspilanna eru gömul og birtast í ýmsum myndum í ţjóđ- og gođsögnum og hafa fengiđ sérstaka merkingu hinna ýmsu menningarhópa.

Bikarinn og vöndurinn eru svokölluđ líftákn sem hafa löngum veriđ tengd saman á táknrćnan hátt: ţau hafa veriđ frjósemis- og kyntákn í aldarađir. Vöndurinn táknar karllegt eđli og bikarinn kvenlegt eđli. Í Tarotspilunum birtist Vöndurinn sem sterkur lifandi trjásproti međ nýútsprottnum laufblöđum og er tákn um orku karlmannsins. Bikarinn sem er opiđ ílát og inniheldur lífgjafann (vatniđ) táknar kvenorkuna. Tákn ţessi tengjast hugmyndinni um frjósemi og endurnýjun lífsins. Ein kenningin er sú ađ spilin hafi upprunalega veriđ notuđ til ađ spá fyrir um hćkkun og lćkkun vatnsborđs fljóta, sbr. ađ ţegar Níl flćđir yfir bakka sína frjógvar vatniđ jarđveginn.

Sverđiđ er almennt tákn um lífsorku, andlegan og líkamlegan styrk. Í kristinni trú er sverđiđ tákn um óbugandi kraft og guđdómlegan sannleika. Í Opinberun Jóhannesar birtist Kristur: … og af munni hans gekk út tvíeggjađ sverđ biturt (1:16). Í gömlum sögnum og ţjóđsögum hafa sverđ oft á tíđum mikla náttúru og eru göldrótt. Á gömlum kínverskum myndum má sjá galdramenn reka burtu illa anda međ sverđ á lofti.

Ţar sem talan fimm var heilög međal dulspekinga varđ fimmarma stjarnan grundvallartákn ţeirra međ vísun í ljósiđ, loftiđ, vindinn, eldinn og vatniđ. Pýţagóras og lćrisveinar hans litu á stjörnuna sem heilagt tákn um samhćfingu hugar og líkama og varđ stjarnan tákn fyrir góđa heilsu. Stjarnan birtist oft á kristnum helgimyndum ţar sem hún táknar fimm sár Krists. Stjarnan hefur sérstaka ţýđingu međal Frímúrara ţar sem hún táknar sólina sem lýsir upp jörđina međ geislum sínum og á ađ minna okkur á ţá blessun ađ sólin gefur okkur ljósiđ og lífiđ á jörđinni. Stjarnan var oft greypt í dyrakarma eđa ţröskulda áđur fyrr, til ađ fćla burtu illa anda.

Frćđimenn og ađrir áhugamenn eru ennţá ađ rannsaka sögu og merkingu spilanna: tarotspilin hafa mörg tákn sem eru leyndardómsfull og ţau hafa mikinn mátt sem aldrei má misnota.