TALNASPEKINÁMSKEIÐ
- KYNNING -

Talnaspekinámskeið www.tarot.is er hagnýtt námskeið í fjarnámi/bréfaskóla. Nemandi getur byrjað námskeið hvenær sem er ársins. Nemandi lærir á þeim tíma og þeim hraða sem hentar lífsstíl hans. Leiðsögn og aðstoð leiðbeinanda með símtölum og/eða tölvupósti.

Ath! Námsefnið er nánast eingöngu sent með bréfapósti.

[ Skrá mig á Talnaspekinámskeið ]

MARKMIÐ
Markmið Talnaspekinámskeiðsins er að nemandi læri að reikna út hinar ýmsu tölur sem tengjast einstaklingnum til að fá hagnýtar upplýsingar um lífs- og sálarhlutverk, hæfileika, persónuleika og um möguleika og horfur einstaklingsins á hinum ýmsu tímaskeiðum á lífsferlinum og hvenær hagstætt er að gera breytingar. Talnaspekin getur hjálpað einstaklingi til að taka ákvarðanir.

Á námskeiðinu lærir nemandi að reikna út tímakort einstaklings, eða svokallað lífsferilskort. Einnig lærir nemandi að bera saman tvo einstaklinga, t.d. par m.t.t. hvernig parið passar saman og/eða hvernig það getur gert sem best úr sambandinu.

NÁMSGÖGN
Námsgögn eru send út reglulega, eða að jafnaði einu sinni í viku. Nemandi getur óskað eftir að vinna á meiri hraða. Nemandi þarf ekki að kaupa sérstaka kennslubók, en innifalið í námskeiði eru öll viðeigandi gögn sem tengjast námskeiði. Gögnin eru unnin í Word ritvinnslukerfi (A4) og nemandi getur safnað námsgögnum saman og haldið til haga í í gatapokum.

Námsgögn samanstanda af mismunandi löngum lexíum, ásamt ítarlegum texta yfir merkingu lykiltalnanna ('Handbókin'). Og í 'dagbók' námskeiðs sem fylgir með all flestum lexíum er ýmislegt ítarefni og hugleiðingar frá leiðbeinanda og nemendum, ásamt tilkynningum varðandi námskeiðið.

Í lok námskeiðs fær nemandi sendan geisladisk (CD) sem inniheldur 'Handbækur' yfir Lykiltölur og innfylliform/töflur, þannig að auðvelt verður fyrir nemanda að útbúa sínar eigin Talnaspekiskýrslur með því að afrita texta milli skjala.

Fyrstu tvær Lexíurnar á námskeiðinu eru sendar án skuldbindinga (Inngangur: Lexía 0 og Lífstalan: Lexía 1). Verð fyrir Talnaspekinámskeiðið er kr. 7.500.- (m/VSK). Gíróseðill fylgir fyrstu lexíu, og eftir að greitt hefur verið fyrir námskeiðið fær nemandi senda Lexíu 2, og síðan koll af kolli.

Ungfrú Ísland og www. tarot. is

Manuela Ósk Harðardóttir sem var valin Ungfrú Ísland 2002 og Ungfrú Reykjavík 2002 hefur veitt leiðbeinanda Talnaspekinámskeiðsins góðfúslegt leyfi til að vera notuð sem dæmi í útreikningum á þessu námskeiði. Verður spennandi að sjá hvort og hvernig talnaspekin virkar á Manuelu Ósk!

Ungfrú Ísland og www. tarot. is

Manuela Ósk Harðardóttir sem var valin Ungfrú Ísland 2002 og Ungfrú Reykjavík 2002 hefur veitt leiðbeinanda Talnaspekinámskeiðsins góðfúslegt leyfi til að vera notuð sem dæmi í útreikningum á þessu námskeiði. Verður spennandi að sjá hvort og hvernig talnaspekin virkar á Manuelu Ósk!

Námsskrá Talnaspekinámskeiðsins *

 • Lexía 0 - Kynning: Inngangur að Talnaspeki + Talnatafla, Dagbók námskeiðs + Gíróseðill.
 • Lexía 1 - Lífstalan + 'Handbók' Lífstölunnar. Með þessari fyrstu sendingu á námsefni, þ.e. kynningu og Lexíu 1 fylgir gíróseðill. Eftir að greitt hefur verið fyrir námskeið fær nemandi næsta námsefni sent og síðan koll af kolli.
 • Lexía 2 - Víbrar stafrósins í samhengi talna - Þroskatalan - Karmískar tölur + Stafróstafla.
 • Lexía 3 - Hæfileikatalan - Fyrri Hluti.
 • Lexía 4 - Hæfileikatalan - Seinni Hluti + 'Handbók' Hæfileikatölunnar.
 • Ítarefni - Sérkenni íslenskra eftirnafna.
 • Lexía 5 - Sálartalan og Persónuleikatalan + 'Handbækur'.
 • Lexía 6 - Séreinkenni nafns + ´Handbók' séreinkenna nafns.
 • Lexía 7 - Tengibrúartalan - Útreikningar + 'Handbók.'
 • Lexía 8 - Persónuárið + 'Handbók' Persónuársins.
 • Lexía 9 - Persónumánuðurinn - Persónudagurinn + 'Handbækur'.
 • Lexía 10 - Megintímabilin 4 ("Risin") + 'Handbók' og Lífsferlistafla.
 • Lexía 11 - Ögranir + 'Handbók' og Lífsferlistafla.
 • Lexía 12 - Lífsferlið og Tákn Lita.
 • Lexía 13 - Kjarnarnir - 'Handbók'.
 • Lexía 14 - Yfirferðin ("Transits") og Framtíðarspá + 'Handbók.'
 • Lexía 15 - 'Heitar tölur' - Er einhver 'heit tala' í þínu lífi? Pörun talna og
 • Leiðabók elskendanna.
 • Lexía 16 - Ögrun á venjum og Jafnvægistalan.
 • Lexía 17 - Starfsframi í tengslum við Lykiltölurnar.
 • Lexía 18 - 2ja stafa tölur.
 • Lexía 19 - Endurteknar tölur - fræðsla.
 • Lexía 20 - Masterstölurnar 11-99 - Ítarefni á geisladiskinum.
Ítarefni/viðbótarefn á geisladiskinum: Að velja sér 'rétt' símanúmer með hjálp Talnaspekinnar. Húsnúmerið. Fæðingardagurinn. * Námskráin er gerð með fyrirvara um breytingar og/eða viðbætur.

[ Skrá mig á Talnaspekinámskeið ]

Ath. Ef þú getur ekki notað skráningarformið í tölvunni þinni, getur þú einfaldlega sent tölvupóst til tarot@tarot.is og beðið um að láta skrá þig. Tilgreindu nafn, kennitölu, heimilisfang og síma.